1. sep. 2006 |
Von Sacher-Masoch |
Yfirleitt er erfitt að finna æðarnar mínar og því gekk blóðprufan í gærmorgun eins og ég bjóst við - illa.
Ég komst að því að Bókasafn Samtakanna 78 hentar mér mun betur til heimildaöflunar en Bókhlaðan og lagði ég því leið mína þangað í gærkvöldi. Ég kom mér beint að efninu og spurði bókavörðinn hvar ég fyndi bækur um bdsm. ,,Haa?", hváði hann og pírði augun. Ég sá að honum varð starsýnt á sprautuförin og marblettina sem ég var með á báðum handleggjum. Asninn ég að hafa ekki verið í jakka. ,,Bdsm. Sadómasókisma og svoleiðis." Hann hafði reyndar ekki hugmynd um hvar slíkar bækur væru en eftir að hafa flett upp í Gegni fyrr um daginn vissi ég að þær væru þarna. Stuttu seinna kom ég til hans; ,,Ég er hérna með átta bækur. Hvað má ég fá margar?".
Undirheiti mitt á Msn þessa dagana er Masókisti. Spjallfélagi minn spurði mig spurningarinnar sem brennur á allra vörum: ,,Ertu masókisti?" Ég sagði honum að svo væri ekki, að undirheitið væri vísun í bæði efni ritgerðar og þrálátar setur við lestur og skrif.
Í gær komst ég líka að því að það getur verið erfitt að svara þegar börn bræðra minna vilja fá að vita hvað ég er að skrifa um. |
posted by ErlaHlyns @ 13:37 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|