29. ágú. 2006 |
Þrettán úr þeirri veröld |
Í gær var mér gefin bókin Þrettán úr þeirri veröld eftir Helgu Hákonardóttur, sem heitir reyndar ekkert Helga heldur Klara. Bókin var out of print, eins og maður segir en þar sem hún var búin að lofa Library of Congress eintaki þurfti að reka á eftir næstu prentun. Félagi okkar trúði reyndar ekki Library of Congress-sögunni þegar við sögðum honum hana og hélt að við værum bara að rugla, sem endranær. Þetta er samt heilagur sannleikur. Maður droppar ekkert við í heimsfrægu bókasafni án þess að segja: Hey, þið þurfið líka að eiga bók eftir mig.
Annars er ég að lesa bók eftir annan leynihöfund sem er enn í leynum, nefnilega Stellu Blómkvist. Varla get ég ímyndað mér verri bók en ég verð nú að klára hana fyrst ég er byrjuð á henni.
Kunningi minn er sífellt að koma með nýjar getgátur um raunverulegt nafn Stellu og annar kunningi segist vita með vissu hver hún sé. Nýlega las ég skáldsögu eftir einn af meintum höfundum Blómkvist-bókanna. Ég kannast við manninn og varð gapandi hissa yfir því hversu léleg bókin var því ég veit að hann getur gert svo mikið betur. Eftir að hafa nú komist að raun um hversu hræðilegar sögurnar af Stellu eru get ég þó vel trúað hann sé höfundurinn. Góður penni sem nennir ekki að skrifa góða bók.
Sumt skil ég bara ekki. Af hverju koma þessar bækur út ár eftir ár? Af hverju leggur vit útgáfufyrirtæki nafn sitt við þær? Af hverju kaupir fólk þetta rusl? |
posted by ErlaHlyns @ 17:09 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|