Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. ágú. 2006
Skólaleiði
Fréttir herma að námsfólki sem vinnur með skóla, mætir sjaldan, lærir lítið heima og finnst leiðinlegt í skólanum, gengur betur en öðrum námslega séð. Samkvæmt þessu ætti ég að fá frábærar einkunnir. Sjáum til með það.

Mér finnst allavega afspyrnu leiðinlegt í skólanum. Í byrjun hverrar annar hlakka ég mikið til og finnst þvílíkt stuð að kaupa nýjar bækur. Síðan er það búið. Mér finnst nefnilega afskaplega þreytandi að hlusta á kennarann tala í kannski tvo tíma um efni sem ég get lesið sjálf á hálftíma. Ég man líka betur það sem ég les en það sem ég heyri.

Ég vil lesa það sem ég vel að lesa, þegar ég vil lesa það og leggja áherslu á það sem mér finnst áhugaverðast. Skólaleiði er ekki það sama og námsleiði. Ég þjáist af því fyrrnefnda.

En gæti ekki verið að þeir sem standa betur námslega séu einmitt þeir sem geta leyft sér að vinna með skólanum, skrópa í tímum og læra lítið heima? Síðan finnst þeim auðvitað ekkert gaman í skólanum því vegna fjarvista sinna þekkja þeir engan þar.

Allavega. Síðasta prófið er í dag!
posted by ErlaHlyns @ 10:13  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER