Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. ágú. 2006
BDSM og femínismi
Ég hitti BA-leiðbeinandann minn í fyrsta skipti í dag. Í byrjun hafði ég smá áhyggjur af því að henni litist illa á efnið mitt en það var hinn mesti óþarfi. Ég ætla að skrifa um BDSM út frá femínísku sjónarhorni.

Lykilorð BDSM eru öryggi, meðvitund og samþykki. Einhverjir halda að það eigi eitthvað skylt við heimilisofbeldi, sem er tóm þvæla.

Ég held að þetta verkefni verði mjög spennandi. Ef þú hefur eitthvað til málanna að leggja eða getur bent mér á heimildir væri það vel þegið.

Leiðbeinandi minn hefur miklar áhyggjur af þeim tíma sem ég ætla mér til skrifa, en ritgerðinni þarf ég að skila 14. september. Ég held að mér hafi tekist að sannfæra hana um að ég sé vel skrifandi og rökvís og vinni best undir pressu. Einnig hef ég þegar þekkingu á efninu og þar að auki aðgang að góðu fólki sem ég get leitað til.

Til fræðslu eru hér lög félagsins BDSM á Íslandi.
posted by ErlaHlyns @ 15:35  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER