Hugleiðingar konu v. 6.0
 
17. ágú. 2006
Til gjafa
Fyrir nokkru var ég í undirfatadeild Debenhams. Þar fann ég skilti sem á stóð Gjafabrjóstahaldarar og ég sá fyrir mér að þarna væri sérstakur rekki til að auðvelda eiginmönnum valið fyrir jól og afmæli.

Í nýjasta bæklingi Hagkaupa er mynd af ungri snót í gjafabrjóstahaldara og við hlið hennar má lesa Fyrir verðandi mæður. Það væri nú sniðugt af Hagkaupum að selja gjafabrjóstahaldara sem konur geta líka notað eftir að þær eiga börnin.
posted by ErlaHlyns @ 16:45  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER