17. ágú. 2006 |
Flatlúsin í rénun |
Í dag fór mig að klæja um allan líkamann. Fyrst á handleggjum, svo á fótleggjum, á baki, maga... Ég reyndi að fara yfir nýlegar breytingar á háttum mínum og mundi að í nótt svaf ég í fyrsta skipti með rúmföt sem þvegin voru með nýja þvottaefninu. Mér þykir það þó harla undarlegt ef ég fæ ofnæmi loks þegar ég kaupi Neutral.
Á undan Magna ,,okkar" horfði ég á einhvern þátt þar sem heil fjölskylda fékk flatlús. Ég verð að viðurkenna að mig klæjaði enn meira við að horfa á þau klóra sér. Þó ég telji mig ekki vera með flatlús var forvitni mín vakin. Félagar mínir fengu klamydíu og lekanda en ég veit ekki um neinn sem hefur verið með flatlús. Ekki einu sinni neinn sem þekkir neinn sem þekkir neinn.
Ég fór á vef Landlæknisembættisins og fletti þessu upp. Árin 2002-4 greindust 4-5 tilfelli á ári hér á landi, 12 tilfelli árið 2001 og fimmtíu árið 1997. |
posted by ErlaHlyns @ 02:11 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|