16. ágú. 2006 |
Kynnið ykkur málin, fólk! |
Þann 8. ágúst birtist grein á Tíkinni eftir Hauk Skúlason um skort á gagnrýni Femínistafélagsins vegna komu Chippendales hópsins. Þar sem ekki er hægt að vísa með tengli beint á fyrri færslur mínar verð ég að biðja ykkur að fletta niður til að finna svargrein mína við þessu. Titillinn er Tjippendeils. Einnig vísa ég á ummæli talskonu Femínistafélagsins vegna þessa.
Þann 15. ágúst birtist grein á vef Heimdellinga eftir Erlu Margréti Gunnarsdóttur. Hún skrifar um nákvæmlega sama efni og Haukur og tekur hún samskonar dæmi og hann þar sem kynjahlutverkunum er snúið við. Svar mitt við grein nöfnu minnar er auðvitað nákvæmlega það sama og við grein Hauks.
Hvernig væri að fólk færi að kynna sér málin til að sleppa við þá hneisu að láta birta eftir sig greinar fullar af rangfærslum?
Nöfnunni hefur verið sendur tölvupóstur og henni bent á þetta. |
posted by ErlaHlyns @ 17:14 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|