15. ágú. 2006 |
Kann fréttirnar utanað - orðréttar |
Þessa dagana er ég í sumarfríi. Fríið nær þó einungis til vinnunnar því ég sit ýmist eða ligg hér heima og les. Til að vera aðeins með á nótunum hlusta ég liðlangan daginn á NFS. Ég er auðvitað svo fær að geta lesið og hlustað í einu.
Rétt í þessu var að ljúka vikulegri Skoðun Illuga Jökulssonar. Þegar ég segi vikulegri meina ég að Skoðunin er frumflutt einu sinni í viku. Síðan er hún endurtekin þrisvar eða fjórum sinnum yfir daginn. Mér finnst reyndar fínt að heyra oft í Illuga en almennt þykir mér þó hvimleitt að heyra sama efnið nokkrum sinnum sama daginn. Jafnvel þegar ég tek mér pásur frá útvarpinu lendi ég í því að sama viðtalið er í gangi þegar ég kveiki og þegar ég slökkti einhverjum klukkustundum áður. Kannski er það ástæðan fyrir því að NFS hentar vel með lestri. Ef ég hlusta ekki nógu vel í fyrsta skipti hlýt ég að ná inntakinu í annað skiptið, eða þriðja, eða fjórða. |
posted by ErlaHlyns @ 10:40 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|