Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. ágú. 2006
Speisí speis
Fyrir nokkrum dögum bjó ég til MæSpeis-síðu. Mér var sagt að þetta væri algjört möst og lét undan. Ég er samt ekki alveg að fatta þetta. Ekki hef ég hugsað mér að blogga þar frekar en hér. Síðan virðist allt þarna snúast um myndir og tónlist sem er afar óhentugt fyrir konu eins og mig sem vinnur allt á 7 ára gamla tölvu (Guð lofi IBM). Ég hef líka hvort eð er meiri áhuga á texta. Hvað er annars svona gaman við að safna mæspeis-vinum? Ég vil endilega fá útskýringu á þessu.

Strax er raunar búið að bjóða mér í tvær grúppur. Ég þáði boð um að gerast meðlimur í Asian movies sem félagi minn stýrir en ég er að hugsa um að afþakka aðild að Free sexy webcams group.
posted by ErlaHlyns @ 18:32  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER