Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. ágú. 2006
Ekki til manneldis!
Nýlega var mér gefinn poki af harðfisk sem kallast Hundasnarl. Eiginlegur viðtakandi var þó hundurinn minn en ég borða fiskinn líka og skeyti ekkert um að á umbúðunum stendur: Ekki til manneldis! (upphrópunarmerkið er með!). Ég get ekki séð hvernig mér gæti orðið verra af þessum harðfisk en öðrum. Samkvæmt innihaldslýsingu er þetta bara ýsa, salt og vatn. Og auðvitað flokkast það ekkert undir manneldi að ég fái mér bita og bita. Það er ekki eins og ég lifi á þessu eingöngu. Á umbúðum gæludýranammis má oft lesa að það sé aðeins ætlað sem millibiti með vel samsettu fæði. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að túlka manneldisákvæðið á sama hátt.

Stundum kaupi ég Gæludýrasnarl í Kolaportinu. Það er líka harðfiskur sem merktur er ,,3. flokkur" ef ég man rétt. Mér finnst hann fínn. Raunar má rekast á einstaka bein þar en auðvitað er minnsta málið að skyrpa þeim bara út úr sér. Kannski er Fisksöluskrifstofan ehf sem framleiðir Hundasnarlið að firra sig ábyrgð ef ég kafna á fiskbeini með fyrirvara sínum á umbúðum. En kannski eru þeir félagar bara hundahatarar sem bæta örlítilli blásýru í fiskinn, svo lítilli að lögum samkvæmt er óþarfi að geta þess á umbúðum. Maturinn okkar er nefnilega oft fullur af alls konar efnum sem við vitum ekkert af. Samkvæmt sömu lögum hlýtur þó eiginlega að vera bannað að bæta blásýru í mat en það er nú önnur saga.
posted by ErlaHlyns @ 23:21  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER