30. júl. 2006 |
,,An exercise in poor taste" |
Talandi um myndarlega karlmenn þá fór ég að hugsa um það þegar ég og samstarfskona mín vorum að ræða slíka menn. Hún nefndi einhvern og þá þurfti ég auðvitað líka að nefna einhvern. Ég sagði að mér fyndist Benicio Del Toro þvílíkt hot. Þá kom skömmustusvipur á hana og hún sagði að sér fyndist hann líka mjög myndarlegur, að hún hefði ætlað að nefna hann en hætt við því hún hélt að mér myndi þykja það asnalegt.
Annars horfði ég áðan á myndina The life of David Gale með Kevin Spacey, sem mér þykir einmitt líka myndarlegur maður. En kannski finnst mér hann bara myndarlegur því mér finnst hann góður leikari sem velur sér áhugaverð hlutverk. Myndin fær allavega mína bestu dóma, rétt eins og Pay it forward.
Já, og talandi um myndir þá er hér einhver listi yfir 50 kvikmyndir sem fólk á að sjá áður en það deyr. Ég hef séð nokkrar þessara mynda og finnst þær misgóðar. Sú alversta er þó Pink Flamingos. Ég á hana á spólu og hef horft á hana nokkrum sinnum. Hún er svo svakalega hræðileg að hún er eiginlega möst áður en þú deyrð. |
posted by ErlaHlyns @ 00:40 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|