20. júl. 2006 |
Clueless |
Stundum er ég voðalega utan við mig. Ég gleymi því til dæmis aldrei þegar ég lagði húslyklana frá mér í frystinn og týndi þeim í nokkra daga.
Í gær fór ég út að hjóla sem endranær. Vegna hitans var ég bara í bol og ekki með neina vasa. Því setti ég húslyklana, síma og vatnsflösku í poka og ætlaði að geyma í körfunni á hjólinu. Rétt áður en ég steig upp á hjólið uppgötvaði ég að ég hafði læst pokann inni, og þar með mig úti. Í hjólatúrnum fann ég einhverja konu sem leyfði mér að hringja á aðstoð míns nánasta ættingja.
Þegar heim var komið fór ég herbergi úr herbergi í leit að pokanum góða en sá hann hvergi. Hann var ekki á ganginum, ekki í eldhúsinum, ekki í stofunni, ekki í svefnherberginu og ekki á baðherberginu. Ég fékk aftur lánaðan síma til að hringja í minn svo ég gæti fullvissað mig um að pokinn væri ekki í íbúðinni. Meira að segja kíkti ég út en sá heldur engan poka þar. Ég var eiginlega komin á þá skoðun að ég hefði lagt pokann frá mér úti og einhver hafi stolið honum, þó almennt sé ég nú lítið þjófhrædd.
Að lokum ákvað ég að prófa að hringja aftur í símann minn og labba í kring um húsið. Kannski hafði hann fokið. Allt í einu heyri ég daufa hringingu. Ég gekk á hljóðið. Hljóðið kom greinilega úr... ruslatunnunni. |
posted by ErlaHlyns @ 13:55 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|