11. júl. 2006 |
Ekki fréttir |
Jújú, kannski er ég smámunasöm. Allavega varð ég mjög pirruð þegar ég las fyrsta Blað hins nýja ritstjóra. Á síðu 2 var "frétt" sem þakti yfir 50% síðunnar og var þar sagt frá konu sem ætlar að þjálfa stúlkur hér á landi í "klappstýringum". Að sjálfsögðu fylgdi mynd með af henni í "stýringum". Ástæðan fyrir pirringi mínum er ekki bara sú að mér finnast "klappstýringar" bjánalegar. Mér fannst þetta bara ekki frétt.
Nýji ritstjórinn hefur látið frá sér fara að hann vilji aðgreina Blaðið enn frekar frá hinum blöðunum. Nú skil ég þessi ummæli hans þannig að honum finnist ekki ástæða til að hafa merkilegar fréttir á síðu 2. Þess má geta á sömu síðu var ein önnur mynda"frétt" og var það umfjöllun um árs afmæli panda-unga í Washington, panda-stráks sem ég reyndar sá fyrr á þessu ári og hann er voðalega sætur en ekki efni fyrir síðu 2.
Fréttablaðið hefur reyndar líka pirrað mig svolítið með því að blanda saman íslenskum og erlendum fréttum á síðu 2. Síða 2 er mér greinilega mjög heilög. Á henni vil ég hafa stórar íslenskar fréttir og ekkert annað. Ég veit ekki hversu oft ég hef lesið Fréttablaðið og fengið fyrir hjartað af lestri fyrirsagna eins og: Geymdi unnustuna í frystinum, og haldið að um íslenska frétt væri að ræða. Svona lagað er auðvitað allt í lagi ef það gerist í útlandinu - eða hvað? |
posted by ErlaHlyns @ 16:25 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|