Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. jún. 2006
Litla Ísland
Nú er Magni úr Á móti sól orðinn einn af ,,strákunum okkar" fyrst hann er kominn í Rock Star Supernova. Í Fréttablaðinu í dag las ég að hann hefði verið í skóla á Eiðum. Þá fór ég að hugsa: Jú, gott ef það var ekki einhver Magni með mér í bekk.
Ég fletti upp í skólabókinni frá ´93 og það stóð heima. Við vorum bekkjarfélagar. Við vorum þó engir félagar. Annars hefði ég væntanlega munað eftir þessu fyrr.

Í skólabókinni eru líka Steingrímur Randver úr Batsjelor þáttunum og Margrét Lára úr Idolinu.

Það er spurning að fara í einhvern raunveruleikaþátt til að vera memm.

----------

Viðbót kl. 23.48: Það var að rifjast upp fyrir mér að ég hef nú þegar tekið þátt í raunveruleikaþætti *roðn*
posted by ErlaHlyns @ 11:14  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER