15. jún. 2006 |
Mis |
Vinkona mín mælti sér mót við mig í Kringlunni. ,,Það er stutt frá Ými", heyrði ég hana segja í símann. ,,Ha?", sagði ég og velti fyrir mér hvernig í ósköpunum það kæmi málinu við að Kringlan væri nálægt tónlistarhúsinu Ými. Heldur hún að ég sé hálfviti sem veit ekki hvar Kringlan er? ,,Það er stutt í mig", endurtók hún.
Með sömu vinkonu fór ég í bókabúð þar sem risastór matreiðslubók var kynnt fyrir viðskiptavinum. ,,Italy´s best selling cookbook for over 50 years", las hún upphátt. ,,Borða þeir eitthvað öðruvísi mat en við?" ,,Ítalirnir?", spurði ég. ,,Nei, þeir sem eru yfir fimmtugu". |
posted by ErlaHlyns @ 21:50 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|