Hugleiðingar konu v. 6.0
 
22. jún. 2006
Sprungið
Mikið svakalega skammaðist ég mín þegar ég hringdi á leigubíl og spurði: ,,Eigið þið bíl sem tekur bæði hjól og hund?". Mér fannst eins og ég væri að opinbera að ég væri latasta manneskja í heimi. Þó er auðvitað gott að vera löt stelpa. Það var samt ekki málið að þessu sinni heldur hafði ég hjólað í um 20 mín með hundinn þegar það sprakk hjá mér og hafði ég ómögulega geð í mér til að ganga heim í einhvern klukkutíma með hund í annarri og hjól í hinni. Ég auðvitað útskýrði þetta í smáatriðum fyrir leigubílstjóranum sem hélt líklegast að ég væri ekki bara löt heldur líka skrýtin.

Ég hefði betur ekki gengið út af hjólaviðgerðanámskeiðinu sem ég fór á um daginn...
Ég gekk ekki út því ég var móðguð eða neitt svoleiðis. Mér bara hundleiddist.
posted by ErlaHlyns @ 18:32  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER