23. jún. 2006 |
Vissir þú? |
Ég er ein af þeim sem er með á sjötta tug sjónvarpsstöðva en veit aldrei á hvað ég vil horfa. Því fletti ég í gegn um stöðvarnar og horfi á nokkrar sekúndur hér og þar.
Í kvöld gerði ég þetta að venju en stoppaði við þegar ég sá tvo karlmenn niðurlægja nakta konu og síðan henda henni út grátandi. Þetta var á MTV-sjónvarpsstöðinni. Ég hugsaði: ,,Er þetta virkilega myndband??". Svartsýni mín minnkaði þegar á skjánum birtist textinn: Still cheering?
Síðan kom ensk útgáfa af: Vissir þú að tugir þúsunda kvenna eru fluttar mansali til Þýskalands vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu?
MTV á greinilega sínar góðu hliðar. |
posted by ErlaHlyns @ 01:28 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|