Hugleiðingar konu v. 6.0
 
24. jún. 2006
Meira bleikt
Þegar enginn virtist ætla að minnast á nýju bleiku háhæluðu skóna mína stóðst ég ekki mátið: ,,Ég fékk þessa skó í dag".
Náin vinkona mín svaraði: Já, ég var að horfa á þá áðan. Mér fannst eins og þú hefðir alltaf átt þá og að ég hefði oft séð þig í þeim áður.

Það er annars stór misskilningur að það sé kvöl að ganga í háum hælum. Buxur eru misþægilegar og það er eins með skó. Ég geng bara í þægilegum skóm. Eftir að hafa farið í 1. maí-gönguna á pinnahælum, hlaupið í þeim á eftir strætó og farið í göngutúr um Öskjuhlíðina tel ég að konum á háum hælum sé ekkert ómögulegt. Nema kannski labba á grasi. Þá þurfa konur að labba á táberginu.
posted by ErlaHlyns @ 22:32  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER