Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. júl. 2006
Segðu ostur!
Án þess að ég vilji hljóma eins egósentrísk og ég er, verð ég að segja þér frá því að það voru tvær myndir af mér í síðasta tölublaði Hér og nú. Myndirnar voru teknar í 19. júní fagnaði á Barnum. Stuttu eftir að ljósmyndari hafði tekið mynd af okkur við borðið mitt sá ég að hinum megin í salnum stóð gömul vinkona mín sem ég hafði ekki hitt í óratíma. Ég dreif mig yfir til hennar og í því kom ljósmyndarinn þangað. Ég íhugaði að elta ljósmyndarann um salinn og troða mér á allar næstu myndir hans en hætti við. Mér fannst tvær alveg passlegt.
posted by ErlaHlyns @ 15:47  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER