6. júl. 2006 |
Segðu ostur! |
Án þess að ég vilji hljóma eins egósentrísk og ég er, verð ég að segja þér frá því að það voru tvær myndir af mér í síðasta tölublaði Hér og nú. Myndirnar voru teknar í 19. júní fagnaði á Barnum. Stuttu eftir að ljósmyndari hafði tekið mynd af okkur við borðið mitt sá ég að hinum megin í salnum stóð gömul vinkona mín sem ég hafði ekki hitt í óratíma. Ég dreif mig yfir til hennar og í því kom ljósmyndarinn þangað. Ég íhugaði að elta ljósmyndarann um salinn og troða mér á allar næstu myndir hans en hætti við. Mér fannst tvær alveg passlegt. |
posted by ErlaHlyns @ 15:47 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|