6. júl. 2006 |
Gjeðveikt |
Þegar ég var lítil unglingsstúlka hélt ég upp á hinar ýmsu hljómsveitir. Í hverri einni og einustu var einhver sem mér fannst ,,rosa sætur" nema í Metallicu. Þeir fundust mér allir bara ljótir. Metallica er sú hljómsveit sem ég hef haldið hvað mest upp á þó ég hafi ekki hlustað á hana mikið hin síðustu ár.
Næst mest hélt ég upp á Guns n´Roses. Það var misjafnt hver þeirra mér fannst sætastur.
Mér fannst það skylda mín að horfa á Rock Star Supernova þar sem saman komnir eru gamlir meðlimir Metallica, Guns n´Roses og svo einhver lúser úr Mötley Crue. Sástu þetta??
Síðasti gaurinn, Lukas Rossi, var gjörsamlega gjeðveikur. O emm gje. Dilana var líka ansi gjeðveik.
Þeir sem mega fara strax eru: aumingja strákurinn sem söng Roxanne, aumingja strákurinn sem söng Yellow, saklausa stelpan sem reyndi að vera villt, misheppnaða pin-up ljóskan, brimbrettastrákurinn og þessi sem var einhvern veginn allt of djollí.
Magni var ágætur. Flott rödd, vantaði mikið upp á sviðsframkomu. |
posted by ErlaHlyns @ 01:31 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|