Hugleiðingar konu v. 6.0
 
17. júl. 2006
Af þvagskálum
Blaðið kom inn um lúguna eftir hádegið í dag sem aðra daga.

Á blaðsíðu 4 er spennandi frétt með fyrirsögninni: Þvagskálar í munnlíki ekki við hæfi, og er þar fjallað um að þurfti hafi að fjarlægja slíkar skálar af McDonalds stað í Hollandi. Með fréttinni er mynd af hefðbundinni þvagskál.

Á blaðsíðu 11 má síðan lesa fyrirsögnina: Undarlegt mannslát rannsakað. Með fréttinni fylgir sama mynd og áður, nema hvað að myndatextinn er: Frá Manchester í Englandi.

Nú þykir mér auðvitað mjög áhugavert að vita hvernig þvagskálarnar í Manchester eru þó ég sjái ekki bein tengsl við fréttina. Einnig velti ég fyrir mér að fyrst þessi tiltekna þvagskál er í Manchester, hvort ekki hefði verið meira viðeigandi að birta mynd af hollenskri þvagskál með hinni fréttinni. Auðvitað getur verið að þessi sama tegund sé algeng bæði þar og í Englandi. Ég skoðaði mitt klósett áðan og sá að það ber nafnið Sphinx. Nú getur vel verið að það væri alls ekki boðlegt í Hollandi. Þó er ekki hægt að sjá tegundarheiti þvagskálarinnar á myndinni. Kannski hægt sé að hafa samband við Blaðið og fá að vita hvernig liggur í þessu.
posted by ErlaHlyns @ 17:50  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER