Hugleiðingar konu v. 6.0
 
28. júl. 2006
Snip snip
Ég var í klippingu. Mig minnti endilega að það kostaði annað hvort 3200 eða 3500. Í ljós kom að mig misminnti. Verðið var víst komið upp í 3800 síðast þegar ég var og nú hafði það hækkað enn meira. Ég þurfti að borga fjögurþúsundogfokkingtvöhundruð krónur.

Undir eðlilegum kringumstæðum myndi ég nú finna mér nýjan hárgreiðslumann en þetta eru ekki eðlilegar kringumstæður. Lengi vel var ég nefnilega með hálfgerða klippingafóbíu og fátt fór meira í taugarnar á mér en að fara til nýs klippara, útskýra fyrir honum hvað ég vildi og ganga svo út með eitthvað allt annað. Klipparinn minn og ég höfum svipaðan smekk og hann veit því alveg hvað ég kann að meta. Ég hef verið hjá honum í örugglega 6 ár.

Þetta gengur svona fyrir sig:
Ég sest í stólinn. Hann segir: Hvað viltu að ég geri? Ég segi: Þú ræður! Og svo tölum við um daginn og veginn á meðan hann gerir lítilvægar tilraunir á hárinu mínu.
posted by ErlaHlyns @ 14:52  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER