Hugleiðingar konu v. 6.0
 
4. ágú. 2006
Ramsey street
Ég er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að kynna sér verðandi nágranna áður en maður flytur. Ég komst að þessari niðurstöðu eftir að ég sá að fastagestir Keisarans gamla voru líka fastagestir mannsins á efri hæðinni. Já, og eftir að ég þurfti að þrífa blóðslettur af hurðum, gólfi og veggjum á stigaganginum. Nú er ég auðvitað í öðru húsnæði og aðeins bróðir minn á efri hæðinni.

Vinkona mín flutti nýlega. Hún kynnti sér ekki nágrannana. Nú býr hún með Steingrími Njálssyni.
posted by ErlaHlyns @ 13:58  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER