12. ágú. 2006 |
Hvernig hætti ég að vera samkynhneigð/ur? |
Ég vísa hér í komment við síðustu færslu og birti það hér (næstum) í heild sinni til að það fari nú ekki framhjá neinum.
Á forsíðu vefjarins leit.is er dálkur með yfirskriftinni Athyglisvert með tenglum á ýmsa ,,athyglisverða" vefi. Í næstefsta reitnum stendur Samkynhneigð og mætti því ætla að þar væri íslenskur vefur um þetta efni. Ef smellt er á hann kemur hins vegar upp vefur með slóðinni http://anotherway.com/ og hann er ekki íslenskur. Þetta er reyndar eini útlendi vefurinn í þessum athyglisverða dálki, þó að íslenska orðið Samkynhneigð bendi til annars. Vefur þessi er helgaður þeim sem enn þjást af kynvillu en vilja snúa frá villu síns vegar. Birtar eru ýmsar algengar spurningar ásamt svörum (FAQ) og fólk sem frelsast hefur frá þessum hörmungum fyrir tilverknað Jesú Krists rekur sögur sínar. Ég læt hér fylgja eina spurningu ásamt svari, en að öðru leyti er sjón sögu ríkari! Mér finnst vissulega athyglisvert að á vef eins og leit.is skuli þessum ósköpum vera hampað. Mér finnst það raunar með hálfgerðum ólíkindum.
Q. Are there such persons as "ex-gays?" A. Yes! Thousands of people have chosen to move out of a homosexual lifestyle through the power of Jesus Christ. Many others have overcome a homosexual "orientation" through therapy. According to psychiatrists who treat the disorder, approximately 30% of homosexuals who submit to extended psychotherapy will revert to heterosexuality, no matter why they entered therapy in the first place.
Takk fyrir þessa ábendingu, kæri Hmmmm. Ég hef þegar haft samband við stjórnendur leit.is og gagnrýnt þetta.
Annars eru nú breyttir tímar að mestu, sem betur fer. Í göngunni í dag var ég alltaf að týna vini mínum í þvögunni svo ég rétti út hönd mína og spurði: Viltu leiða mig? Hann svaraði hvumsa: Nei, ég vil ekki að fólk haldi að ég sé gagnkynhneigður! |
posted by ErlaHlyns @ 17:05 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|