| 19. ágú. 2006 |
| Glýkógenbirgðir |
Sem unglingur eyddi ég mestum tíma mínum niðri í bæ með bestu vinkonunni. Einn daginn gengum við fram á risastjórt tjald þar sem múgur og margmenni var að snæða. Við spurðum næsta mann hvað væri í gangi og fengum að vita, sem reyndar var nokkuð augljóst, að allir væru að fá sér pasta. - Og er það ókeypis?, hváði ég því enginn virtist vera með veski á lofti. - Já!, sagði maðurinn uppörvandi. Þannig að við fengum okkur pasta. Á meðan við gæddum okkur á þessum fría mat gekk gamall kunningi framhjá og spurði undrandi: Eruð þið að fara að hlaupa? - Nei!, svöruðum við forviða, Hlaupa hvert? - Þetta pasta er sko fyrir þá sem taka þátt í maraþoninu á morgun... |
| posted by ErlaHlyns @ 00:25 |
|
|
|
|
| Hér skrifar: |
|

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
| Nýjustu færslur: |
|
| Lífið: |
|
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
| Tenglar: |
|
|
| Orð: |
|
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|