23. ágú. 2006 |
Framtíð ungrar konu í leit að framtíð |
Ég gróf upp niðurstöðurnar mínar úr STRONG-áhugasviðsprófinu og komst að því að það er tóm lygi að ég ætti helst að vera bókasafnsfræðingur. Allavega lygi að hluta til. Samkvæmt prófinu eru 9 störf sem eiga sérlega vel við mig. Bókasafnsfræðingur var bara efst á blaðinu af einhverjum ástæðum.
Mér hentar að vera: Bókasafnsfræðingur, tónlistarkona, þýðandi, ljósmyndari, háskólaprófessor, markaðsstjóri, tækniskrifari, útvarpskona og sálfræðingur.
Tekið er fram að prófið mælir aðeins áhuga, ekki hæfni. Líklega er erfitt að mæla tónlistarhæfileika með krossaprófi. Mínir eru engir.
Og síðan það sem hentar mér illa. Ég ætti ekki að sækjast eftir því að verða: Ræstitæknir, einkaþjálfari, blómasali eða viðskiptafræðikennari. |
posted by ErlaHlyns @ 03:49 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|