Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. ágú. 2006
Íslenskt kynlíf
Hvað er skynsamlegra að gera á laugardegi að eyða honum við heimildaleit í Bókhlöðunni?

Ég rakst á Íslensku kynlífsbókina eftir Óttar Guðmundsson og er hún merkileg fyrir margra hluta sakir, þó sér í lagi vegna þess hversu plebbaleg hún er miðað við að vera bara 16 ára gömul.

Í lokakafla bókarinnar eru teknar fyrir ,,helstu tegundir afbrigðilegs og óeðlilegs kynlífs", þar á meðal sýniárátta, saursækni, kvalalosti, barnahneigð, klæðskipti og kynskipti. Jahá. Aldeilis fínt að setja þetta allt undir sama hatt.

Á bókarkápu segir síðan að höfundur nálgist efnið af ,,fagmennsku".
posted by ErlaHlyns @ 13:53  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER