Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. ágú. 2006
Góðverk dagsins
Í gær sá ég Beagle hund aleinan á röltinu. Ég komst auðvitað strax að þeirri niðurstöðu að hann væri týndur og kallaði á hann. Eftir að ég fékk hundaæðið bauðst mér einmitt lítill Beagle en treysti mér ekki í strokgjarnan veiðihund sem hlýddi nefinu sínu framar öðru.

Til allrar hamingju var þessi hundur með símanúmer á ólinni þannig að ég get hringt í eigendurna. Þeir voru að vonum ánægðir þegar ég kom með hann til þeirra og færðu mér risastórt Lindt súkkulaðistykki í gjafapoka. Þau sögðu mér að hann hefði nokkrum sinnum strokið og að alltaf væru það hundaeigendur sem kæmu með hann. Ég fór í framhaldinu að velta fyrir mér hvort þau ættu kannski lager af súkkulaði, bara til öryggis.

Lexían sem má læra af þessari sögu er: Ef þú ferð með týndan hund til eigandans, þá færðu kannski súkkulaði.
posted by ErlaHlyns @ 01:35  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER