Hugleiðingar konu v. 6.0
 
27. ágú. 2006
Gúddsjígúddsjígú
Kvikmyndagagnrýnandinn á NFS (sem ég hef nú heyrt segja það sama fjórum sinnum) segir að Snakes on a plane sé fínasta B-mynd með áhugaverðum söguþræði. Þó sé eiginlega nauðsynlegt að fólki finnist snákar ógnvekjandi og að ef sá ótti er ekki til staðar verði maður að taka ,,kærustuna eða konuna" með á myndina. Nú er það (kannski ekki) alkunna að mér finnst snákar voða krúttlegir og er því væntanlega ekki í hópi þeirra sem myndu svitna á þessari mynd. Ég á enga kærustu og hvað þá konu en ég þekki tvo karlmenn, hið minnsta, sem æpa eins og... karlmenn (!) þegar geitungur nálgast. Spurning að bjóða þeim í bíó.
posted by ErlaHlyns @ 18:47  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER