Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. ágú. 2006
Frá feðrum, til feðra
Vinur minn ætlaði að skrifa ritgerð um óskalög en ákvað þess í stað að skrifa um meðlög (hans brandari - ekki minn!). Ég kíkti á ritgerðina með honum í dag og hann sýndi mér lög um Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir m.a.:

Innheimtustofnun sveitarfélaga annast meðlagainnheimtu hjá barnsfeðrum, hvar sem er á landinu.
Barnsföður er skylt að endurgreiða Innheimtustofnuninni meðlag með barni sínu, skilgetnu eða óskilgetnu, þegar og með þeim hætti, sem stofnunin krefst.
[Nú greiðir
barnsfaðir (meðlagsskyldur) ekki meðlag innan eins mánaðar frá því meðlagskrafa féll í gjalddaga samkvæmt ákvæðum yfirvaldsúrskurðar eða skilnaðarbréfs og skal hann þá greiða dráttarvexti af því sem gjaldfallið er.
...
Vanræki
barnsfaðir að einhverju eða öllu leyti að verða við innheimtukröfu, getur Innheimtustofnunin: ...
2. Krafist lögtaks í eignum
barnsföður.
3. Krafist þess, að lögreglan aðstoði við að hafa upp á
barnsföður og færi hann á skrifstofu Innheimtustofnunarinnar, ef með þarf, til viðtals og upplýsingagjafar, hafi hann ekki sinnt kvaðningum. ...

Það er gott að vita að þegar upp kemst að ég er óhæf móðir og föður dæmt fullt forræði, þá fer Innheimtustofnunin ekkert að trufla mig.

Við konur erum svo heppnar.
posted by ErlaHlyns @ 20:21  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER