| 31. mar. 2008 |
| Af íslensku þjóðerni |
Þegar þjóðerni brotamanns er ekki tilgreint í fréttum hef ég hingað til alltaf gert ráð fyrir að um Íslending væri að ræða. Nú verður hins vegar breyting á, en á vef RÚV má lesa:
Lögreglan stöðvaði rúmlega fimmtugan íslenskan strætisvagnabílstjóra á gömlu Hringbraut í Reykjavík síðdegis í dag |
| posted by ErlaHlyns @ 22:48 |
|
| 5 Comments: |
-
Hvernig líta strætisvagnabílar út?
-
Anna: Þeir þekkjast vel á bílstjóraökumönnunum sem þá stýriskeyra.
-
Mér finnst þetta eiginlega verra en að tilgreina ekki þjóðernið. Mér finnst liggja í þessu að stóra fréttin sé sú að íslenskur strætóstjóri skuli haga sér svona ...
-
Þetta með að taka fram íslenska þjóðernið er stórundarlegt. En mun mikilvægara mál: Mér finnst Gamla Hringbraut svo skemmtilega Parísarlegt götunafn.
-
Það er reyndar standard að strætóbílstjórar séu útlendingar núorðið. Mögulega er þetta misheppnuð tilraun til að forðast útlendingadiss?
|
| |
| << Forsíða |
| |
|
|
|
| Hér skrifar: |
|

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
| Nýjustu færslur: |
|
| Lífið: |
|
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
| Tenglar: |
|
|
| Orð: |
|
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|
Hvernig líta strætisvagnabílar út?