Ef þú ert handviss um að eitthvað sé bara alls ekki til þá þýðir það einfaldlega að þú ert ekki búinn að leita nógu vel á Netinu.
Linda Woodward á þrjár hænur, þær Sweetpea, Penelope og Penny. Linda veit fátt skemmtilegra en að klæða hænurnar sínar í kjóla og setja á þær hatt. Linda borðar samt líka stundum kjúkling. „Bara ekki fyrir framan gæludýrin okkar,“ segir hún. Hægt er að kynnast Lindu og hænunum með því að horfa á myndbandið hér að ofan.
Já, svo virðist sem fólk úti í hinum stóra heimi hafi meira en lítið gaman af því að klæða fugla í föt.
Þeir sem vilja kynna sér úrvalið er bent á vefverslunina Avian Fashions. Af einhverjum ástæðum virðast sumir líka telja að bleyjur fyrir fugla séu alveg málið. Allt um þær má lesa á vefnum Chicken Diapers. Nema hvað.
Fyrst að ég er byrjuð á þessu er víst allt eins gott að fara bara alla leið. Hér í lokin er því tónlistarmyndband með teknó-kjúklingnum. Einmitt.
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
Excellent! Still I think dressing up cats is better.