Hugleiðingar konu v. 6.0
 
1. okt. 2005
Að undanförnu hefur fólk verið að birta ýmsar staðreyndir um sjálfa sig. Ég hef þegar birt 20 slíkar. Hér fylgir þó ein sem allir sem þekkja mig mega gjarnan lesa og muna.

Ég svara ekki alltaf í símann þegar hann hringir. Stundum er það vegna þess að ég gleymdi símanum heima, stundum er það vegna þess að ég er að vinna og stundum er það vegna þess að ég er ekki í skapi til að tala í símann nema ég viti fyrir fram hvert erindið er.

Oftar en ekki er ég með fjölmörg "missed calls" á símanum mínum og svo næst þegar ég heyri í viðkomandi fólki fer það að röfla yfir því að ég svari aldrei í símann. Oftar en ekki er þetta eftir að ég hef verið í vinnunni - en vinnudagurinn minn er 8 klukkustundir - og ég á óhægt um vik að svara símanum þegar ég er á vakt. Oft liggja einnig aðrar ástæður að baki.

Því vil ég benda þeim sem eiga erindi við mig og vilja fá svar fyrr en seinna AÐ SENDA MÉR SMS !!! Sms skilaboð get ég litið á dag sem nótt. Sms skilaboð get ég lesið og svarað þegar rólegt er í vinnunni. Með sms skilaboðum er hægt að koma brýnu erindi á framfæri og ég get því gert ráðstafanir til að svara erindinu eins fljótt og mögulegt er.

Þessum upplýsingum kem ég hér með á framfæri til þess að enginn dirfist að fara að röfla í mér yfir að ég svari ekki símanum þegar hægt er að leysa öll slík mál með því að SENDA MÉR SMS !

Ef erindið krefst þess að mörg orð séu notuð til að koma því á framfæri má einnig notast við tölvupóst.

Amen
posted by ErlaHlyns @ 09:46  
1 Comments:
  • At 2/10/05 04:00, Blogger ErlaHlyns said…

    Hvaða, hvaða !
    Enginn gefur mér svo mikið sem viðurnefnið "Ungfrú Pirruð" ;)
    En ég var alveg voðalega pirruð þegar ég skrifaði þetta en leið mun betur eftir á ;)

     
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER