Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. feb. 2006
Afrek dagsins
Ég hef líklega sagt "fokk" upp undir tuttugu sinnum í dag. Það er greinilegt að blótsorðasafn mitt er ekki upp á marga fiska. Mig bráðvantar eitthvað stutt og þjált íslenskt blótsyrði. Það er bara ekki að virka að segja "ansans" eða hrópa "helvíti" og "djöfull". Meira að segja Frakkar hafa það betur en við og geta sagt "merde" þegar illa gengur. Kannski ég fari bara að blóta á frönsku.

Til að blekkja þá sem álitu mig tilgerðarlega gæti ég þó farið aðra leið og lagt nafn guðs við hégóma - á frönsku. Þá myndi ég alltaf hrópa upp yfir mig "dieu" þegar mér mislíkaði eitthvað. Fólk héldi að ég væri að segja "djö" og teldi mig afar siðsama að vilja ekki segja allt orðið.
posted by ErlaHlyns @ 01:21  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER