25. maí 2006 |
Bjánastrákur |
Sumir foreldrar hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess að ég kalla börnin þeirra bjána og vitleysinga. Ég lýsi því hér með yfir opinberlega að það er ástæðulaust. Mér finnst mjög sætt að kalla börn bjána. Jafnvel finnst mér sætt að kalla fullorðið fólk vitleysinga. Úr mínum munni er þetta einskonar hrós.
Oft kalla ég ,,strákana" mína þessum nöfnum og meina það á besta mögulega hátt. Margir bera þó ekki kennsl á þennan besta hátt.
Ég veit að á Ísafirði eru börn kölluð púkar og enginn gerir athugasemd við það, nema þá fólk úr öðrum sveitarfélögum hvaðanæva af landinu. Nú er ég auðvitað enginn kaupstaður. Ég veit það.
---
Ég skrifaði álíka færslu hér rétt áðan, og reif síðan tölvuna mína óvart úr sambandi. Sumir myndi segja að þarna hefðu æðri máttarvöld gripið inn í - að svona skrif ætti maður ekki að láta frá sér. Þeir sem þekkja mig vita þó að þegar æðri máttur ætlar að grípa inn í geri ég einmitt öfugt við það sem hann reyna að koma til leiðar.
Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur svo lengi sem ég kalla börnin ykkar ekki fávita. |
posted by ErlaHlyns @ 01:08 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|