17. sep. 2006 |
I just screwed the bed |
Ég fékk nýtt rúm í dag. Síðast fékk ég nýtt rúm þegar ég fermdist. Ef ég held í hefðina fæ ég mér næst rúm þegar ég verð fjörutíuogtveggja.
Áður en rúmið kom hringdi mamma til að athuga hvar ég fengi nú aðstoð við að taka gamla rúmið í sundur. - Ég er búin að því. - Nú? Gastu það alveg sjálf? - Já, auðvitað. - Vantaði þig ekki sexkant? - Nei, það eru sexkantar í verkfæratöskunni.
Verkfæratöskuna gaf mamma mér í afmælisgjöf í fyrra eftir að ég hafði óskapast mikið yfir því að þurfa alltaf að hringja í útí bæ og biðja um aðstoð þegar eitthvað verklegt þurfti að gera á heimilinum. Móðir mín stakk auðvitað upp á eiginmanni en mér fannst verkfæri hentugri. Nú er ég óstöðvandi. |
posted by ErlaHlyns @ 16:32 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|