11. sep. 2006 |
Meira fyrir mig |
Nú eru 2 vikur í afmælið mitt. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera.
Í fyrra var ég með tvö matarboð, annað á föstudegi fyrir vini og hitt á sunnudegi fyrir fjölskyldu. Á þeim tíma var ég sjúk í Tom Yum rækjusúpu og hafði hana því í matinn í bæði skiptin. Ég get borðað Tom Yum endalaust. Vinunum fannst hún ansi sterk þannig að ég ákvað að bæta í hana kókosmjólk fyrir fjölskylduboðið. Þá heitir súpan víst ekki lengur Tom Yum heldur Tom Ka. Sjálfri fannst mér hún hálf bragðlaus en gestum fannst hún ýmist mjög góð eða allt of sterk og þar með óæt.
Líklega er það ekki einkenni góðs gestgjafa að elda bara það sem honum sjálfum finnst gott. |
posted by ErlaHlyns @ 15:32 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|