10. sep. 2006 |
Kapítalisminn í verki |
Í gær horfði ég á myndina The Corporation. Mig hafði lengi langað að sjá hana, sér í lagi þar sem mér var sagt að margir tækju andköf við að sjá sum atriðin. Á hulstrinu er vitnað í Jón Gnarr: ,,Breytti lífi mínu". Myndin breytti ekki lífi mínu, ekki agnarögn. Hún aðeins staðfesti það sem ég taldi mig vita, að stórfyrirtæki væru djöfullinn.
Tvennt þótti mér þó merkilegt. Í fyrsta lagi að Fanta hafi fyrst verið framleitt sérstaklega fyrir nasista Þriðja ríkisins.
Í öðru lagi að Bechtel, sem starfar hér á landi í samstarfi við Alcoa, hafði á sínum tíma einkaleyfi á neysluvatni í Cochabamba í Bólivíu og þurfti fólk að borga þeim sem samsvaraði meira en 1/4 af lágmarkstekjum í landinu til að lifa af. |
posted by ErlaHlyns @ 19:40 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|