Hugleiðingar konu v. 6.0
 
6. sep. 2006
Með stóískri ró
Þá er komið að því, að játa fyrir alþjóð (er það ekki annars alþjóð sem les þessa síðu?) að ég næ ekki að skila BA-verkefninu mínu á tilsettum tíma. Ég komst að þessari niðurstöðu um síðustu helgi en vegna samviskubits treysti ég mér ekki til að ,,útvarpa" þessu hér strax. Frekar kaus ég að segja einum og einum og einum fregnirnar og takast á við viðbrögðin smátt og smátt. Í dag get ég tekið öllu.

Aðalástæðan fyrir því að ég kaus að fresta útskrift er auðvitað tímaskortur, en ekki bætti það stöðuna að nothæfar heimildir um efni mitt eru af skornum skammti. Ég er samt ekkert í vondum málum þannig séð þó ég fresti útskrift enda græði ég í raun ekkert á BA-prófinu nema örlitla launahækkun. Þetta er fyrst og fremst fúlt. Nú verð ég að passa mig að halda ótrauð áfram.

En ég hef ekki bara slæmar fréttir. Í dag fékk ég nefnilega afar góðar fréttir. Loks kom einkunnin úr seinna sumarprófinu og var hún mun betri en ég bjóst við. Síðan fékk ég langþráðan tölvupóst sem ég var eiginlega hætt að bíða eftir, svo langþráður var hann. En meira um það síðar.
posted by ErlaHlyns @ 19:10  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER