Hugleiðingar konu v. 6.0
 
9. sep. 2006
Með barni?
Yfirleitt finnast mér atvinnuviðtöl skemmtileg. Líklega er það vegna þess að tel mig vita ,,réttu" svörin við öllum spurningum sem mögulega koma upp.

Fyrir nokkrum árum fór ég í enn eitt atvinnuviðtalið. Ég hafði beðið lengi eftir þessu tiltekna viðtali. Þegar að því kom var ég spurð að spurningunni ógurlegu: ,,Ertu ólétt?".

,,Veit yfirmaðurinn ekki að það má ekki spyrja að þessu í atvinnuviðtali?", hugsaði ég. ,,Er þetta prófraun á persónuleika minn? Er verið að athuga hvernig ég, Erla, bregst við svona spurningu?". Ég íhugaði að segja: ,,Hey, svona spyr maður ekki!", Síðan laumaði sú hugsun sér að mér að konur með attitute væru ekki velkomnar. Og hvað gerir þá kona sem hefur beðið í rúmt ár, aðeins eftir viðtalinu; ,, Öö, nei, ég er ekki ólétt, sko".

Þess má geta að hin auðmjúka Erla fékk starfið, enda kona einsömul.

Þó það eigi ekki að skipta máli skal tekið fram að ég frétti síðar að sá orðrómur hafði gengið á komandi vinnustað að ég væri ólétt, hvaðan sem sú saga kom. Ég frétti þetta meðal annars frá vini mínum sem vann þar áður. Hann hafði fengið sömu fregnir, sá á MSN undirskrift að ég var í sumarbústað og taldi víst að ég væri úti á landi að íhuga hvað skyldi gera við blessað barnið, hin einstæða og fátæka móðir sem ég yrði.

Í dag virðist öldin önnur. Nú sýnist mér virka einna best að senda ókunnugum mönnum sms-ið: ,,Hæ, ég heiti Erla. Má ég senda þér ferilsskrána mína?".
posted by ErlaHlyns @ 02:40  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER