7. sep. 2006 |
Hálsbólga |
Þó það sé leiðinlegt að vera lasin þá er það samt líka pínu gaman. Þegar ég var lítil fólst skemmtunin í því að mamma var enn indælli en venjulega og hún keypti handa mér rauðan ópal og hunangsbrjóstsykur frá Vicks. Veikindadögum eyddi ég svo við að horfa á teiknimyndir, ef ég var nógu hress til að vera á fótum.
Tuttugu árum síðar er ennþá notalegt þegar mamma kíkir við. Í dag kemur hún reyndar ekki með ópal heldur engiferrót og í stað þess að horfa á sjónvarp les ég skáldsögur.
Nú er ég að lesa söguna sem fær mann til að trúa á guð. Nýlega hitti ég tvær stúlkur sem báðar höfðu lesið hana en voru jafn trúlausar og áður. Sjáum hvað setur. |
posted by ErlaHlyns @ 15:45 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|