7. sep. 2006 |
Undir tískubylgjunni |
Í kvöld horfði ég á sjónvarpsþátt þar sem kona nokkur jós svívirðingum yfir kynsystur sína og hafði meðal annars orð á því að það sæist alltaf nærbuxnafar hjá henni.
Þetta leiddi huga minn nokkur ár aftur í tímann, að því þegar samstarfskona mín, sem var eldri og reyndari, fræddi mig um mikilvægi þess að ganga í g-streng svo ekki sæist nærbuxnafar, en það var eitthvað það ljótasta sem hún vissi. Ég mundi að ég hafði einhvers staðar séð svokallaðan g-streng í sérstökum undirfataverslunum og ákvað strax að verða mér úti um einn slíkan. Í dag ganga auðvitað allar almennilegar konur í g-streng.
Nú hafði ég reyndar ekki hugmynd um að þetta væri svona mikilvægt og að hægt væri að lítillækka konur með slíkum athugasemdum. Hér eftir mun ég auðvitað horfa vel og vandlega á rass þeirra kvenna sem ég umgengst til að hafa tromp uppi í erminni ef ég þarf að móðga þær við tækifæri.
En hvað með karlmennina? Nú er það auðvitað staðreynd að allir almennilegir karlmenn eru hættir að ganga í ,,hefðbundnum" nærbuxum og klæðast þess í stað boxers, hvort sem það er til að halda sig frá ófrjósemi eða til að tolla í tískunni. Og auðvitað ganga sumir þeirra í g-streng.
,,Þú ert nú meira helvítis fíflið, Guðjón, og ég skal bara láta þig vita að það sést oft nærbuxnafar hjá þér!". |
posted by ErlaHlyns @ 17:48 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|