13. sep. 2006 |
Meiri Kentucky Cruelty |
Aftur fluttu wannabe-Supernova-liðar frumsömdu lögin sín. Þau bestu í kvöld voru klárlega lög Lukasar og Toby. Mest af öllu saknaði ég Ladylike með Storm Large. Ef einhver á það...
Magni stóð sig vel í kvöld að mínu mati. Ég held samt að hann hreppi ekki hnossið, ef hnoss skal kalla. Ég held líka að Íslendingar séu búnir að vera duglegir að gagnrýna örugga meðlimi Supernova til að tryggja sig fyrir vonbrigðum og að þetta sé einskonar varnarháttur. Magni hefur mikið verið mærður og Supernova-strákar dissaðir þannig að hann verður hetja hvernig sem fer. Við viljum sigurvegara og höfum með umræðunni þegar tryggt að hann verður það í okkar augum. Þegar ég segi okkar þá á ég að sjálfsögðu ekki við mig.
Annars tók ég eftir að Gilby Clarke var með eins klút og ég gekk með þegar ég hélt upp á GN´R og að Jason Newstead var með bindi.
Tommy Lee er alveg sér á parti. Um daginn sat ég með rúmlega sextugri konu og horfði á Tommy Lee goes to high-school. Henni fannst hann sjarmerandi. Ég spurði hvort hún vissi ekki örugglega að hann er með lifrarbólgu C og hefur verið vændur um að berja eiginkonur sínar. Ég nefndi ekki einu sinni fíkniefnaneysluna. Hún vissi allt um það.
Í síðustu viku horfði ég á miðvikudagsþáttinn með nokkrum ungum konum. Einhverri þeirra datt í hug að spyrja: Hjá hvaða Supernova-meðlim mynduð þið helst sofa? Mikill meirihluti viðstaddra kaus helst að sofa hjá Tommy, vitandi allt sem þú veist nú.
En ég sagði þér líka frá því að Tommy tók þátt í herferð gegn KFC, nokkuð sem ein stúlkan átti erfitt með að trúa. Ég benti henni á nokkrar vefsíður og ,,í staðinn" sagði hún mér að hún þekkti til þarna úti og að sætu stelpunum væri smalað saman fremst við sviðið. Þú hélst þó ekki að allir aðdáendur Supernova væru 50 kg konur í flegnum hlýrabol? |
posted by ErlaHlyns @ 02:29 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|