Hugleiðingar konu v. 6.0
 
12. sep. 2006
Ekki okkar mál
Í Fréttablaðinu í dag er fjallað um að Danmörk, Noregur og Svíþjóð hafi farið hina austurrísku leið í að eiga við heimilisofbeldi, en hún felst í því að lögregla fær heimild til að fjarlægja ofbeldismann af heimili. Í fréttinni segir einnig að Kolbrún Halldórsdóttir hafi þrívegis lagt frumvarp sama efnis fram á Alþingi.

Getur einhver frætt mig um hvers vegna mótstaða er við þetta hér á landi.

Mér finnst það hljóma svo borðleggjandi að þessi heimild sé til staðar þannig að fórnarlamb/lömb þurfi ekki að flýja heimili sitt til að losna undan áþjáninni. Oft dugar það auðvitað ekki einu sinni til.

Sjálf þekki ég dæmi þess að kona hringdi á lögreglu út af ofbeldi á heimili. Lögreglan mætti á staðinn og sagði: Því miður. Þetta er ykkar heimili og þar með ykkar mál. Þið þurfið að leysa þetta sjálf.
posted by ErlaHlyns @ 16:50  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER