14. sep. 2006 |
Blessuð séu Börn |
Í gær sá ég myndina Börn. Hún er alvöru. Alvöru.
Aldrei ætla ég að verða gagnrýnandi bóka eða kvikmynda. Ég vil ganga inn í bíósalinn án fyrifram myndaðra skoðana. Á myndbandaleigum les ég ekki aftan á hulstrin. Mér fyndist ég hreinlega vera að gera fólki óleik með því að segja eitthvað frá söguþræði eða persónum í bók sem það ætlaði mögulega að lesa. Þess vegna segi ég ekki meira um Börn, aðeins að ég ætla líka að sjá Foreldra. |
posted by ErlaHlyns @ 16:06 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|