Hugleiðingar konu v. 6.0
 
2. okt. 2006
Fólk er fífl
Einhvern veginn hef ég haldið að fyrirsögn frétta ætti að vísa í fréttina sjálfa. Með fullri virðingu fyrir þessari konu finnst mér ekkert fréttaefni að einhver hafi dottið eftir að hafa ákveðið að fara í hjólatúr í myrkri.

Miðað við áhersluefni frétta þessa dagana hefði ég kippti mér minna upp við fyrirsögnina: Hjálmurinn bjargaði, en allra eðlilegast hefði mér fundist að lesa: Fékk enga hjálp. Það er fréttin.

Því miður er þetta ekkert einsdæmi. Það get ég vottað því sjálf lenti ég í svipaðri reynslu. Þá fannst mér tilvalið að hjóla skáhallt upp á blautan kant en það tókst ekki betur en svo að ég flaug af hjólinu og skall í gangstéttinni. Ég sá í móðu að ungur maður gekk framhjá mér á meðan ég reyndi brösulega að standa á fætur og með, eins og ég sá síðar, alblóðuga höku og nef. Stutt var heim til mín en á meðan ég staulaðist þangað með hjólið mætti ég fleira fólki sem ekki gerði neitt nema horfa á mig og líta flóttalega í burtu þegar augnarráð þess mætti mínu. Ég missti ansi mikið álit á fólki þennan dag, einmitt á því augnabliki sem ég sá blóðugt andlit mitt í speglinum.

Kannski ég hefði átt að hringja í Moggann: Datt í rigningu.
posted by ErlaHlyns @ 10:02  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER