Hugleiðingar konu v. 6.0
 
26. sep. 2006
Svindl
Hérna um árið var auglýst að allir gætu fengið e-kort. Um það leyti sá ég lesendabréf í Mogganum frá manni sem var hafnað hjá Sparisjóðunum því hann átti engar eignir. Ég, sem átti engar eignir og hafði ekkert að gera við e-kort, ákvað að sækja um, einungis svo ég gæti sagt við þá þegar þeir höfnuðu mér: Hey, þið sögðuð að allir gætu fengið kort!

Ég var nánast tilbúin með skammarbréfið þegar, mér að óvörum, ég fékk e-kort í póstinum. Mitt fyrsta og eina kreditkort fékk ég því eiginlega óvart. Auðvitað stóðst ég ekki þá freistingu að vera með gervipeninga í vasanum og skulda Sparisjóðnum nú tugi þúsunda.

En nú er kominn nýr svokallaður netklúbbur, Núið, þar sem fólki er lofað vinningum með líkunum 1 á móti 5 fyrir það eitt að smella á kassa. Mér fannst þetta harla ótrúlegar líkur svo ég skráði mig. Í dag vann ég svo auðvitað, nema hvað að þessi svokallaði vinningur er afsláttur. Ég get núna farið og borðað á Carpe Diem og borgað aðeins fyrir dýrari réttinn. Ég vil ekkert fá 2 fyrir 1 - ég vil 2 fyrir núll.
posted by ErlaHlyns @ 12:35  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER