25. sep. 2006 |
Svöng |
Ég vaknaði allt of snemma og þar sem ég er í fríi hef ég akkúrat ekkert að gera. Því hef ég nú ryksugað, skúrað, vaskað upp og sett í þvottavél. Samt er auðvitað enn allt í drasli.
Einu sinni hitti ég bandaríska konu sem skildi ekkert í þeirri hefð Íslendinga að þrífa allt sjálfir og bjóða í mat þegar þeir eiga afmæli. Sjálf sagðist hún slappa af alla sína afmælisdaga og láta stjana við sig.
Ef einhver er til í að elda handa mér hádegismat (eða síðbúinn morgunmat) þá vil ég þetta:
2 kjúklingabringur 150 g sveppir 50 g sólþurrkaðir tómatar 50 g gráðostur 1/4 l rjómi Kjúklingakrydd Smjör
Smjörsteikið sveppina. Skerið vasa á bringurnar og fyllið þær með niðurskornum sólþurrkuðum tómötum og gráðosti. Lokið með tannstöngli. Brúnið kjúklingabringurnar og kryddið með kjúklingakryddi. Hellið rjómanum á pönnuna, látið steiktu sveppina með, setjið lokið á og látið malla í um 15 mínútur. Berið fram með fersku salati og (villi)hrísgrjónum eða kartöflum (Hugmynd: kartöflur skornar í fernt, penslaðar með olíu og kryddaðar með Salt and Spice. Sett í heitan ofn og bakað í um 30 mínútur). |
posted by ErlaHlyns @ 08:43 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|