19. sep. 2006 |
Stóru smáatriðin |
Dekurdagur fátæku konunnar felst í að láta þvo á sér hárið áður en það er klippt. Ég fékk þó óvæntan bónus þar sem þau á hárgreiðslustofunni eru nú komin með nuddstóla. Því gleymdi ég eiginlega að njóta höfuðnuddsins. Það eina sem komst að var: Vó, ég er í nuddstól!
Ekki var vanþörf á klippingu hjá mér og í vinnunni í gær minntist ég á að ég ætti tíma í dag. Einhvers staðar las ég að allar konur yrðu himinlifandi ef fólk tekur eftir því þegar þær mæta með nýja hárgreiðslu. Vinnufélagi minn hefur líklega lesið það sama og ætlaði sannarlega ekki að klikka á þessu smáatriði. Hann skrifaði sjálfum sér því minnismiða fyrir næstu vakt okkar saman: Muna að hrósa nýju klippingunni hennar Erlu.
Án efa mun ég hrósa honum á móti fyrir eftirtekt og hugulsemi. |
posted by ErlaHlyns @ 14:18 |
|
|
|
Hér skrifar: |

Erla Hlynsdóttir Móðir, kona, meyja og allt það
|
Nýjustu færslur: |
|
Lífið: |
„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich |
Tenglar: |
|
Orð: |
Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“
erlahlyns hjá gmail púnktur is
|
 |
|