Hugleiðingar konu v. 6.0
 
21. sep. 2006
Titillinn er allt
Mér fannst titill bókarinnar sem Goffman vitnar í hér að neðan svo góður að ég ákvað að fara í titlaleit.

Household truths for working men (1800).
Húsverkin svipt dulúð sinni. Skyldulesefni fyrir karlmenn sem vilja geta spjallað við eiginkonuna.

The art of good behavior; and letter writer on love, courtship, and marriage: a complete guide for ladies and gentlemen (1845).

Ef borin er saman skilnaðartíðnin nú og fyrir aldamótin 1900 er ljóst að þessi bók hafði gífurleg áhrif.

At home and abroad; or, How to behave (1869).
Hvernig á að haga sér, alls staðar, alltaf. Hinn heilagi sannleikur.

Listen, little girl, before you come to New York (1938).
Mér var einu sinni boðið til New York. Ég kaus frekar að fara í dýragarð. Í alvöru.

The complete bachelor; manners for men (1897).
Eiga piparsveinar að fara út með pizzakassana þegar þeir eru orðnir 10, eða mega þeir verða 20? Bók fyrir fróðleiksþyrsta unga (og gamla) menn.

Twenty-six hours a day (1883).
Hver hélt að það hafi fyrst verið á síðustu öld sem það vantaði fleiri klukkustundir í sólarhringinn?

Og loks hin klassíska:

Etiquette: good manners for all people, especially for those "who dwell within the broad zone of the average" (1923).
Góð gjöf handa félögum sem skara ekki fram úr á neinu sviði.
posted by ErlaHlyns @ 02:22  
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Forsíða
 
Hér skrifar:

Erla Hlynsdóttir
Móðir, kona, meyja og allt það
Nýjustu færslur:
Lífið:

„Well behaved women seldom make history“
- Laurel Thatcher Ulrich

Tenglar:
Orð:

Þegar ég byrjaði að blogga fyrir um áratug nefndi ég bloggið mitt: „Hugleiðingar ungrar konu í leit að framtíð.“
Nú er ég orðin eldri og framtíðin skýrari. Það sem eftir stendur eru því: „Hugleiðingar konu.“

erlahlyns hjá gmail púnktur is

Free Blogger Templates

BLOGGER